Skip to main content

Ása Ásgeirsdóttir , okkar maður í Lundi

By júlí 31, 2013Fréttir

asa asgeirsdottir

Þann 1. ágúst tekur Ása Ásgeirsdóttir við starfi tengiliðar Sjúkratrygginga Íslands í Lundi, spítalans og okkar.  Hún verðu því okkar maður þar. 


Hjartaforeldrar á leið til Lundar geta leitað til hennar með hvað sem er. Hvað sem er! 

Sendið henni línu áður en þið leggið í hann (asaasg@gmail.com) eða sláið á þráðinn þegar út er komið.  Sími Ásu er +46 (0)72 938 3475.
 
Ása tekur við af Níní Jónasdóttur, sem verið hefur okkur innan handar í Lundi síðan íslensku börnin fóru að fara þangað í hjartaaðgerðir.  Hún hefur reynst okkur óskaplega vel og viljum við hér þakka henni alla aðstoðina og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.