Skip to main content

Jólakortasamkeppni 2013

By ágúst 13, 2013Fréttir

Jólakortasamkeppni 2013Nú styttist í jólin … eða þannig.  Í ár ætlar Neistinn að leita til allra hjartabarna og systkina þeirra um hugmynd að jólakorti Neistans 2013


Það sem þið þurfið að gera er að teikna fallega mynd sem tengist jólunum og senda til okkar í Síðumúla 6, 108-Reykjavík eða á netfang okkar neistinn@neistinn.is í síðasta lagi 30. ágúst.  Jólakort Neistans í ár verður valið úr innsendum myndum, svo einhver krakkanna okkar fær heiðurinn af Jólakorti Neistans 2013. 


Hlökkum til að taka á móti fallegum myndum.