Skip to main content

Spilakvöld foreldra 2013

By október 22, 2013Fréttir

 Spilakvöld Ellý

Nú styttist í það – munum að skrá okkur!

 

Hið árlega spilakvöld Neistans brestur á föstudagskvöldið 8. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 1.hæð (gengið inn á vinstri hlið) .

 

Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).

 

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Smellið bara hér.

En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

 

Spilakvöld

 

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…

  • skemmtilegur félagsskapur
  • veglegir vinningar
  • snarl

(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)Hjartaforeldrar, aðstandendur, mætum öll!


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 5. nóvember á neistinn@neistinn.is.