Nokkrar hjartamömmur sem hafa kynnst síðustu 2 ár í gegnum veikindi barnanna sinna; ýmist á Barnaspítalanum eða í Lundi, hafa sett á fót Fésbókarsíðuna Hjartamömmur. Sandra Valsdóttir, ein af stofnendunum, skrifaði 16. des. á Neistasíðuna m.a.:
Við hittumst og spjöllum reglulega og erum hálfgerður saumaklúbbur!
Við hittumst allar saman s.l helgi og skemmtum okkur yfir góðum umræðum og mat.
Ég kom úr Keflavík, Helga kom alla leið frá Akureyri, Dagmar Bjork úr Hveragerði og Katrín er í stórborginni.
Út frá spjalli stofnuðum við grúppu hér á fésbókinni fyrir hjartamömmur (við leyfum kannski pöbbum að vera með seinna, og stundum fá þeir að vera með þegar við hittumst).
Þetta er vettvangur fyrir spjall, til að kynnast öðrum í svipuðum sporum og styðja hvor við aðra. Okkur stöllum hefur amk þótt ómetanlegt að geta leitað til hver annarrar hvort sem það tengist börnunum okkar eða menningarnótt!
Hjartamömmur, sláumst í hópinn!