Skip to main content
Yearly Archives

2014

Hjartamömmur – nýi mömmuklúbburinn

By Fréttir

Nokkrar hjartamömmur sem hafa kynnst síðustu 2 ár í gegnum veikindi barnanna sinna; ýmist á Barnaspítalanum eða í Lundi, hafa sett á fót Fésbókarsíðuna Hjartamömmur.  Sandra Valsdóttir, ein af stofnendunum, skrifaði 16. des. á Neistasíðuna m.a.:

Við hittumst og spjöllum reglulega og erum hálfgerður saumaklúbbur!
Við hittumst allar saman s.l helgi og skemmtum okkur yfir góðum umræðum og mat.
Ég kom úr Keflavík, Helga kom alla leið frá Akureyri, Dagmar Bjork úr Hveragerði og Katrín er í stórborginni.

Út frá spjalli stofnuðum við grúppu hér á fésbókinni fyrir hjartamömmur (við leyfum kannski pöbbum að vera með seinna, og stundum fá þeir að vera með þegar við hittumst).

Þetta er vettvangur fyrir spjall, til að kynnast öðrum í svipuðum sporum og styðja hvor við aðra. Okkur stöllum hefur amk þótt ómetanlegt að geta leitað til hver annarrar hvort sem það tengist börnunum okkar eða menningarnótt!

Hjartamömmur, sláumst í hópinn!

Dagatal Neistans 2015

By Fréttir

 

 

dagatal2015 small

Dagatal Neistans 2015 er komið út!

 

 

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.

 


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 552-5744.

Jólaballið 2014

By Fréttir

 

Hó Hó Hó Nú minnum við á JóLABALLIÐ.  Allir þurfa að vera klárir sunnudaginn 30. nóvember, kl. 14 – 16 að mæta í safnarðarheimili Grensássóknar.


Jólasveinninn kemur með pokann góða … æ, hvað var aftur í pokanum.

NÝTT NÝTT:  Litir og blöð öllum aðgengileg á staðnum!

NÝTT NÝTT:  Allir komi með eitthvað gott í gogginn á hlaðborð

Drykkir og kaffi í boði Neistans.

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – jújú.


Guðrún og jólasveinn

 

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans.

Hlökkum rosalega til að sjá ykkur öll!

Norrænu sumarbúðirnar 2015 – opið fyrir umsóknir

By Unglingastarf

forsíðumynd

 

Sumarbúðir norrænna hjarta-unglinga, 14 – 18 ára (sem fæddir eru 1997 -2001), verða á Jótlandi í Danmörku næsta sumar. 

Búðirnar standa yfir dagana 17. – 24. júlí 2015.

 

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sumarbúðirnar er bent á að hafa samband við Neistann í síma 899-1823 eða senda tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

 

Fyrstur kemur, fyrstur fær en pláss er fyrir 10 unglinga.  Ath. þó að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í norrænu búðirnar.  Umsóknarfrestur er til 31. mars, 2015 en þá verða teknar fyrir umsóknir þeirra sem farið hafa áður.

 

Sjá nánar um unglingastarf Neistans hér.

Spilakvöld foreldra og GUCH 2014

By Fréttir

 Spilakvöld Ellý

Nú styttist í það  –  munum að skrá okkur ekki seinna en á morgun, þriðjudag!

 

Hið árlega spilakvöld Neistans brestur á föstudagskvöldið 7. nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 1.hæð (gengið inn á vinstri hlið) .

 

Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).  Athugið að myndin hér til hliðar er ekki Corona-auglýsing.

 

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.  Smellið bara hér.

En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

 

Spilakvöld

 

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…

  • skemmtilegur félagsskapur
  • veglegir vinningar
  • snarl

(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)Hjartaforeldrar, aðstandendur, GUCH, mætum öll – (við höfum gott af því) !


Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 4. nóvember á neistinn@neistinn.is.

Norrænu sumarbúðirnar 2014

By Unglingastarf

 

NYC 2014Búðirnar fóru að þessu sinni fram á Íslandi, nánar tiltekið á gistiheimilinu Hjarðarbóli, rétt utan við Hveragerði, dagana 20. – 27. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.


Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins auk þess sem þau báru hitann og þungann af öllum undirbúningi.  Og hann var ekki lítill og var altalað að prógrammið í ár hefði verið sérstaklega mikið og fjölbreytt.


Á Fésbókarsíðu okkar má sjá stuðmyndir frá búðunum.

Jólakortin 2014

By Fréttir

… eru komin !


Þau skarta myndum eftir hjartabarn og hjartasystkini, Galdur engilsins og Hlýju jólanna.Sigurkortin saman á mynd


Jólakortasalan er ein af meginfjáröflunarleiðum Neistans og rennur allur ágóði beint í Styrktarsjóð félagsins sem styrkir fjölskyldur sem þurfa að fara með börn sín í hjartaaðgerðir.


Kortin eru seld til fyrirtækja í stykkjatali á 150 kr./stk.

Einnig er hægt að fá þau 10 stk. saman í pakka á 1.500 kr./pk. með texta.

 

Hægt er að panta kortin hjá Neistanum:

  • Hér á vefnum (hnappur á spássíu vinstra megin).
  • Í síma :  899 1823
  • Með tölvupósti:  neistinn@neistinn.is

Af starfinu – sumar/haust 2014

By Fréttir

Sumarhátíð 2014 Lína pósar


Frá sumrinu

Norrænu unglingasumarbúðirnar

Sumarhátíð Neistans

Reykjavíkurmaraþon

Alþjóðlegi hjartadagurinn

 

Á döfinni

Soon! – UNGLINGAHÓPURINN: Bogfimi!

7.nóv – Spilakvöld foreldra og aðstandenda

30.nóv – Jólaball Neistans

 


Norrænu unglingasumarbúðirnar

NYC 2014Búðirnar fóru að þessu sinni fram á Íslandi, nánar tiltekið á gistiheimilinu Hjarðarbóli, rétt utan við Hveragerði, dagana 20. – 27. júlí.

 

Um 60 manns frá öllum Norðurlöndunum (10 krakkar og 2 fararstjórar frá hverju landi) komu saman í viku og glímdu við þrautir og skemmtu sér saman.  Að vanda var stór hluti gleðinnar fólginn í því að kynnast öðrum hjartakrökkum og hafa þessar búðir oft verið góður jarðvegur fyrir frekari kynni.

 

Guðrún Bergmann og maðurinn hennar hann Jói voru fararstjórar íslenska hópsins auk þess sem þau báru hitann og þungann af öllum undirbúningi.  Og hann var ekki lítill og var altalað að prógrammið í ár hefði verið sérstaklega mikið og fjölbreytt.

 

Á Fésbókarsíðu okkar má sjá stuðmyndir frá búðunum.

 

Read More

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2014: Hlaup, ganga, sund

By Fréttir

Hjartadagurinn – hjartahlaupið – hjartagangan – sund!

 

Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Kópavogsvelli sunnudaginn, 28. september.

Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.
 
Félögin hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Þá er það Breiðablik sem sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

skór-hjartareimar small
 
 

Hjartahlaupið:

Vegalengd  – boðið upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km.
Skráning  – á www.hlaup.is eða við stúkuna fyrir hlaup (frá kl. 9:00 á hlaupadag)
Hlaupið af stað  – kl. 10:00
Verðlaun  – já, fyrir efstu sætin … vegleg

 

 

Hjartagangan:

Gengið af stað – strax í kjölfar hlaupsins
Gengið hvert – um Kópavogsdal
Leiðsögumaður – garðyrkjustjóri Kópavogsb
æjar.
Hve langt – klukkustund eða svo
Skráning – nei
 

Sund:

Frítt að loknu hlaupi (eða göngu).

 

Smellið hér til að sjá nánari umfjöllun á vef Hjartaheilla.