Skip to main content

Reykjavíkurmaraþon 2014 – áfram Neistinn

By ágúst 21, 2014Fréttir
jakob hleypur

 

 

Nú verður Reykjavíkurmaraþonið á laugardaginn.  Neistinn verður að sjálfsögðu í eldlínunni.

 

Heitum á hlaupara – styrkjum Neistann – náum 1 milljón!


Velunnarar NeiReykjavikurmaraþon - Jakob hleypurstans eru hvattir til að láta eitthvað af hendi rakna og heita á hlaupara Neistans.   Hlaupara Neistans má sjá með því að smella hér.  Auðvelt er að heita á þá á síðunni en hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti.

 

Við erum komin með hátt í kr. 800.000 í áheit á Neistahlaupara.  Hvernig væri að ná 1 milljón?
 

Hlaupa sjálfur til góðs – safna fyrir Neistann

Netskráningu á www.marathon.is lýkur í dag, fimmtudag) en hægt verður að skrá sig á skráningarhátíðinni í Laugardal í dag og á morgun (föstudag) kl. 14-19 báða daga.

 

Hvetjum okkar menn – mætum hjá JL-húsinu kl. 9:00

Neistafólk ætlar að safnast saman við JL-húsið (sjávarmegin – nær göngustígnum) og hvetja sína menn þegar þeir hlaupa hjá.  Heitt kakó verður á könnunni.

 

Sjá á korti hér fyrir neðan…

 

Hvatningarstaður Neistans