Skip to main content

Tillaga að lagabreytingu fyrir Neistann 2014

By maí 16, 2014Fréttir


Nú líður að aðalfundi Neistans.  Komið hafa fram tillögur að lagabreytingum fyrir Neistann.  Þær eru kynntar hér til sögunnar og verður greitt um þær atkvæði á aðalfundinum.  Aðalfundur verður boðaður fljótlega.

Lagt er til að lögin verði eins og hér stendur:

 

 1. gr.

Nafn félagsins.
 
Nafn félagsins er Neistinn, félag barna og fullorðinna með hjartagalla.
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagið er deild í Hjartaheillum sem eru landssamtök hjartasjúklinga.
 

 1. gr.

Markmið félagsins.

 1. Að fólk með hjartagalla og aðstandendur þeirra miðli hvert öðru af reynslu sinni og veiti hvert öðru þá hjálp og stuðning sem mögulegt er.
 2. Að stuðla að því, að fólk með hjartagalla og aðstandendur þeirra verði upplýst af fagaðilum um öll þau mál er varða félagsleg og lagaleg réttindi sín.
 3. Að afla fjár í styrktarsjóð félagsins.
 4. Að kynna málefni fólks með hjartagalla fyrir almenningi með tilstyrk fjölmiðla og með útgáfustarfsemi.
 5. Að efla samvinnu við félagasamtök sem vinna að velferðarmálum barna og fólks með hjartagalla.
 6. Að félagsmönnum verði haldið upplýstum um starfsemi félagsins með reglulegri sendingu fréttabréfs um starfsemina.

 

 1. gr.

Félagar.
 
Rétt til inngöngu í félagið hafa þeir sem áhuga hafa á málefnum fólks með hjartagalla. Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi félagsins.  Innheimta skal árgjöld í samræmi við ákvörðun stjórnar.

 1. gr.

Stjórn félagsins.

 1. Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Í varastjórn eru tveir menn.
 2. Stjórnarkjör fer fram ár hvert á aðalfundi félagsins en kjósa skal formann til tveggja ára ásamt tveimur endurskoðendum.
 3. Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og ber ábyrgð gerða sinna fyrir aðalfundi.
 4. Stjórn getur falið nefndum að starfa sjálfstætt að verkefnum en þær standi skil gerða sinna gagnvart stjórninni.

 

 1. gr.

Aðalfundur.

 1. Aðalfundur félagsins skal halda árlega fyrir maílok.
 2. Til aðalfundar skal boða á tryggilegan hátt með a.m.k. fjórtán daga fyrirvara.
 3. Stjórn leggur fram skýrslu um starfsemi liðins árs og reikninga félagsins, árituðum af endurskoðanda.
 4. Gjaldkeri sjóðsstjórnar Styrktarsjóðs hjartveikra barna leggur fram reikninga sjóðsins.
 5. Reikningsár félagsins er almanaksárið.
 6. Tillögur um lagabreytingar skulu bornar fram á aðalfundi, enda hafi þeirra verið getið í fundarboði og borist stjórn Neistans skriflega fjórum vikum fyrir aðalfund.

 

 1. gr.

Félaginu ber að tilkynna stjórn Hjartaheilla um fulltrúa sína á aðalfundi Hjartaheilla eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund þeirra. Fjöldi fulltrúa skal vera í samræmi við lög Hjartaheilla.

 1. gr.

Komi fram tillaga um slit félagsins þarf að samþykkja hana á tveimur fundum, þar af einum aðalafundi. Samþykki aukins meirihluta fundarmanna á báðum fundunum þarf til þess að samþykkja tillöguna.
Hætti félagið störfum skal stjórn fela Hjartaheillum umsjón eigna félagsins í þágu fólks með hjartagalla.