Skip to main content

Alþjóðlegi hjartadagurinn 2015: Solla stirða, hlaup, ganga, sund

By september 24, 2015Fréttir

Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur á
Kópavogsvelli sunnudaginn, 27. september.

Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill hafa haldið upp á daginn með hjartadagshlaupinu um árabil í samvinnu við Kópavogsbæ sem hefur boðið þátttakendum í sund að hlaupi loknu. Þá er það Breiðablik sem sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupaleiðin liggur um Kársnesið.

 Solla stirða
Solla stirða, Goggi mega og Siggi sæti heilsa upp á börnin.
 

Dagskrá

Hjartahlaupið:

Hlaupið af stað kl. 10:00

Vegalengd  – boðið upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km.

Skráning     – ókeypis – á www.hlaup.is 
                     eða við stúkuna fyrir hlaup (frá kl. 9:00 á hlaupadag)

Verðlaun     – já, fyrir efstu sætin … vegleg

Hjartagangan:

Gengið af stað kl. 10:00 frá hlaupabrautinni (gegnum stúkuna)
Gengið hvert      – um Kópavogsdal
Leiðsögumenn   2-3 km: Garðyrkjustjóri Kópavogsb
æjar.
                          – 5-6 km: Kjartan Birgisson frá Hjartaheillum
Skráning            – nei, bara mæta

Sund:

Frítt að loknu hlaupi (eða göngu).

 

Smellið hér til að sjá nánari umfjöllun á vef Hjartaheilla..