Skip to main content

Flugeldar til styrktar Neistanum

By desember 28, 2015Fréttir

 

Púðurkerlingin


Flugeldasalan Púðurkerlingin vill gefa til baka til samfélagsins.


Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að markmiði að gefa vænan hluta af hagnaði til góðs málefnis. Í ár styrkir hún Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Með þessu vill Púðurkerlingin leggja sitt af mörkum til að efla það góða starf sem Neistinn stendur fyrir.


Það er alveg gráupplagt að kaupa flugeldana í ár hjá Púðurkerlingunni, því 10% af hagnaði flugeldasölunnar fer til Neistans og þar að auki mun allur ágóði af Krakkapakkanum renna til okkar óskiptur.