Skip to main content

Tilboð Olís til Neistans og Neistafélaga

By desember 19, 2015Fréttir

 

Föstudaginn 11. desember runnu 5 kr. af hverjum seldum eldsneytislítra hjá OLÍS til Neistans.  Þetta gaf okkur hvorki meira né minna en 1,5 milljónir!  Neistinn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg og keyptu eldsneyti þennan dag eða hvöttu aðra til dáða.

Nú hefur Olís ákveðið að láta kné fylgja kviði og ætlar að bjóða vinum Neistans vildarkjör á eldsneyti og styrkja Neistann í leiðinni.

 

– 8 kr. á þínum stöðvum 
* 6 kr. afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá ÓB og Olís. 
* 2 kr. viðbótarafsláttur með því að velja þína ÓB- og Olís-stöð

 15 kr. af hverjum 1.000 kr.
Í formi Vildarpunkta eða Aukakróna Landsbankans

– 1 kr. til Neistans
Auk ofangreindra afsláttarkjara rennur 1 kr. af hverjum eldsneytislítra sem keyptur er með lyklinum til Neistans-Styrktarfélags hjartveikra barna.

Sjá í viðhengi hvernig nálgast má tilboðið

 

Smellið hér til að sjá allt um þetta tilboð.