Skip to main content
Yearly Archives

2016

Dagatal Neistans 2017

By Fréttir

Dagatal Neistans 2017 er komið út!

Að vanda prýða dagatalið flottar myndir af hjartabörnum á öllum aldri.


Dagatalið kostar 2.000 kr. og rennur ágóðinn óskertur til styrktar hjartveikum börnum.

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa (eða selja fyrir okkur) dagatöl geta pantað það í gegnum heimasíðuna okkar, með pósti á neistinn@neistinn.is eða í síma 899-1823 á skrifstofutíma. 

Forsíða 2017

Jólaball 2016

By Fréttir

Hó Hó Hó.  Jólaballið verður sunnudaginn 11. desember, kl. 14 – 16 í safnarðarheimili Grensássóknar.

 

Jólasveinninn kemur með pokann góða. 

Dansað verður í kringum jólatréð við undirleik SÍBS sveitarinnar – og allt það. 


Allir koma með eitthvað á hlaðborð en drykkir eru í boði Neistans. 

12314202 998687166863960 1294601292879411003 o

Alltaf allt pakkað á jólaböllum Neistans. Hlökkum rosalega til að sjá alla!

 

Unglingakvöld Neistans

By Fréttir

14 október sl. hittist unglingahópur Neistans í húsakynnum Neistans að Síðumúla 6. Byrjuðum á því að háma í okkur pizzur og með því svo mætti Pílusamband Íslands til okkar sem var svo frábært að bjóða hópnum okkar uppá kennslu í pílukasti sem endaði svo í keppni þeirra á milli, við skemmtum okkur alveg konunglega og var komin mikil keppni í mannskapinn, þau voru ótrúlega fljót að komast uppá lagið. Frábært skemmtun fyrir okkur öll!

Þökkum Pílusambandinu sem og unglingunum fyrir frábæra kvöldstund, hlökkum til næsta hittings sem verður fljótlega og auðvitað hvetjum við hjartveika unglinga á aldrinum 13 + til að mæta á næsta hittng sem verður auglýstur á heimasíðu Neistans, Facebook síðunni og í netpósti svo ef þið eruð ekki með netfangið skráð hjá Neistanum þá endilega sendið okkur línu á neistinn@neistinn.is og skráið það hjá Neistanum,


Kær kveðja . Guðrún og Jói, umsjónarmenn unglingahópsins


Pílukastsambandið er með flott unglingastarf sem við hvetjum alla til að kíkja á en heimasíðan þeirra er hér. Öflugt og skemmtilegt starf í frábærum félagsskap!

Endilega kíkið svo á heimasíðu Pílukastsambands Íslands og á facebook síðuna þeirra


unglingakvold

Spilakvöld foreldra og GUCH 2016

By Fréttir

Hið árlega spilakvöld Neistans verður haldið þann 4 nóvember kl. 20:00 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 2.hæð.

Hjartaforeldrar og GUCH-arar, mætum öll og skemmtum okkur saman!

ATH aldurstakmarkið er 18 ára!
Spiluð verður félagsvist

Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. 
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.

Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…
skemmtilegur félagsskapur, veglegir vinningar og snarl.


Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér

(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 2. nóvember á netfangið: neistinn@neistinn.is.

Samfélagssjóður ISAVIA

By Fréttir

Þann 1. september síðast liðinn veitti ISAVIA styrki úr samfélagssjóði sínum,

en ISAVIA hefur síðustu ár látið til sín taka í samfélagsmálum landsins og styrkt fjöldamörg góð verkefni.

Í ár fékk meðal annars Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, styrk úr sjóðnum vegna Norðurlandasumarbúða unglinga,

en ISAVIA styrkti félagið um 200.000 kr.

Fyrir hönd Neistans tók Sandra Valsdóttir, varaformaður félagsins, við styrknum.


Þakkar Neistinn ISAVIA hjartanlega fyrir

styrkur í KEF2

Spennandi vetur

By Fréttir

Nú er aðeins liðið á september og nóg framundan! Allir félagsmenn ættu að hafa fengið fallegt minnisblað til að skella á ísskápinn fyrr í mánuðinum. 

 

Í liðinni viku hófust mömmuhittingarnir aftur og var mæting góð að venju 🙂 Við hvetjum að sjálfsögðu allar mömmur til að mæta, kynnast og hafa gaman! Hægt er að fylgjast með inni á lokaða hópnum hjartamömmur á fésbókinni. 

 

En hér á eftir kemur vetrardagskráin: 

21. september – kl 20:00 –   Fræðslukvöld – SÍBS húsinu, Síðumúla 6. Hilma Hólm hjartalæknir fjallar um rannsókn á erfðum hjartagalla

25. september – kl 10:00 –   Hjartahlaupið – Kópavogsvöllur

29. september   kl. 17:30 –  Alþjóðlegi hjartadagurinn – Hjartaganga í Elliðarárdalnum

14. október       kl. 18:00 –   Unglingahittingur – Pizza og pílukast

4. nóvember      kl. 20:00  –  Spilakvöld foreldra – SÍBS húsið, Síðumúla 6

11. desember    kl. 14:00  – JÓLABALLIÐ – Safnaðarheimilinu Grensáskirkju. jóla jóla jóla!! 

 

Endilega fylgist vel með á heimasíðunni okkar og hér

 

 

Norðurlandasumarbúðirnar 2016

By Fréttir

grouppicisl16

Hjartans þakkir!

By Fréttir

Núna er liðin rétt rúm vika frá Reykjavíkurmaraþoninu, og búið að loka fyrir áheitasöfnun. 

Í ár hlupu hátt í 140 manns fyrir félagið, og söfnuðu hvorki meira né minna en 3.390.500 krónum! 

 

Við viljum þakka öllum hlaupurunum okkar, sem og öllum þeim sem hétu á þá, og að sjálfsögðu öllum sem mættu á hvatningarstöðina og hvöttu hlauparana áfram!

 

Hjartans þakkir fyrir okkur, ykkar framlag er okkur ómetanlegt! 

 

                                                           hjartamommur

Nú eru aðeins 4 dagar!

By Fréttir

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 20. ágúst n.k.  

Skráningarhátíðin fer fram þann 18. og 19. ágúst í Laugardalshöllinni, og við hvetjum alla til að koma við hjá okkur þegar þeir sækja númerin sín! 

 

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Til þess að sýna þakklæti okkar ákváðum að gefa öllum hlaupurum Neistans dry-fit bolimerkta félaginu;

endilega hafið samband við Neistann í s: 899-1823

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann! 

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og #Reykjavikurmarathon 

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort hér) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!

 

                                                                  JL husid

Reykjavíkurmaraþon 2016!

By Fréttir

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 20. ágúst n.k.  

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann! 

 

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann og #Reykjavikurmarathon 

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort hér) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!

 

                                                                  JL husid