Skip to main content

Reykjavíkurmaraþon 2016

By júní 9, 2016Fréttir

Núna styttist í Reykjavíkurmaraþonið en það mun fara fram þann 20. ágúst næst komandi. 

Í fyrra var frábær þátttaka og það stefnir aftur í annað eins, og að sjálfsögðu er Neistinn aftur í hópi þeirra góðgerðarfélaga sem hægt er að hlaupa fyrir.  

 

Hægt er að fylgjast með og heita á hlaupara Neistans hér, og svo erum við dugleg að setja inn upplýsingar á facebook síðuna okkar og einnig er hægt að fylgjast með viðburðinum á fésbókinni. 

 

Við höfum ákveðið að vera aftur með “hashtögg” sem við hvetjum alla til að nýta sér, þannig verður enn skemmtilegra að fylgjast með en þau eru #Neistinn #éghleypfyrirNeistann #skiptirekkimáliámeðanþúklárar #neistahlaup2016 og svo #hlaupastyrkur og #reykjavikmarathon

 

Við verðum svo að sjálfsögðu með hvatningarstöð við hlaupabrautina fyrir þá sem munu ekki hlaupa sjálfir, og verðum með bás á opnunarhátíðinni þann 18. og 19. ágúst sem við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja á! 

 

                                                                           hlaup