Skip to main content

25 ára afmæli!

By maí 9, 2020Fréttir

Í dag fagnar Neistinn 25 ára afmæli!

Í ljósi skrítinna tíma verður engin afmælishátíð í ár en við munum í stað þess halda upp á veglegt 26 ára afmæli að ári liðnu og vonumst við til að sjá sem flesta okkar kæru félaga þá.

Neistinn á traust og gott bakland og þökkum við öllum okkar vinum og velunnurum fyrir að gera okkur kleift að byggja upp þetta frábæra félag, styðja við fjölskyldur hjartveikra barna og vera til staðar fyrir þær þegar gengið er í gegnum óvissutíma.

Við viljum einnig þakka öllum okkar frábæru félagsmönnum fyrir samfylgdina og allar góðu jafnt sem  lærdómsríku stundirnar á síðastliðnum 25 árum.

Við höldum ótrauð áfram á þessari braut og horfum fram á veginn með bjartsýni og léttri lund.

Með kærri þökk,

Starfsfólk og stjórn Neistans.