Skip to main content

Aðalfundur Neistans 2020

By maí 4, 2020Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00 í Síðumúla 6 (2. hæð).

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Reikningar félagsins lagðir fram
  4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning skoðunarmanns reikninga
  7. Kosning formanns*
  8. Kosning stjórnar**
  9. Önnur mál

*Kosið verður í sæti formanns til tveggja ára.

**Kosið verður í 4 sæti í stjórn til tveggja ára. 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund á netfangið neistinn@neistinn.is.