Skip to main content

Reykjavíkurmaraþon – Hlauptu þína leið!

By ágúst 13, 2020Fréttir

   

Hlauptu þína leið!

 

Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár er samt hægt að reima á sig hlaupaskóna með því að fara út að hlaupa. Við hvetjum alla til að taka þátt í áheitasöfnuninni sem fer fram á hlaupastyrkur.is. Veldu þína leið, og þinn tíma.

Það kostar ekkert að vera með!

 

Þeir sem vilja taka þátt í góðgerðarhlaupinu þurfa að skrá sig til leiks og velja þá vegalengd og góðgerðarfélag og byrja svo að safna áheitum.

Á rmi.is er hægt að finna tillögur að hlaupaleiðum fyrir Hetjuhlaupið, 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálfmaraþon og maraþon.

Hlaupaátakið stendur yfir frá 15.- 25. ágúst 2020 en áheitasöfnuninni lýkur miðvikudaginn 26. ágúst 2020.