Skip to main content
Monthly Archives

október 2021

mæðgin

Hjartamömmuhittingar

By Fréttir

***Breytt tímasetning****

Hjartamömmuhittingurinn frestast um viku og verður 18. nóvember klukkan 20:00

Fyrsti hjartamömmuhittingur vetrarins verður 11. nóvember klukkan 20:00 þar sem Ragnhildur Guðmundsdóttir mun koma og halda erindi um áföll og áfallastreituröskun.

Þetta er vettvangur fyrir mæður hjartabarna til þess að koma saman, spjalla, skiptast á reynslusögum, hlægja og eiga notalega kvöldstund.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Allar hjartamömmur eru velkomnar í höfuðstöðvar Neistans í húsi SÍBS Borgartúni 28a.

Næsti hittingur verður 2. desember klukkan 20:00 svo það er um að gera að taka frá þessa daga.

Spil á hendi

Spilakvöld Neistans og Takts

By Fréttir

Hið árlega spilakvöld verður loksins haldið aftur föstudaginn 5. nóvember klukkan 19:30

Við ætlum að spila í minningu hjartamömmunnar og hjartaömmunnar Elísabetar Bjarnason eða Lísu eins og við þekkjum hana. Það voru ófá skipti sem hún mætti, spilaði og rústaði keppninni.

Hjartaforeldra og GUCH-ara sem hafa náð 18 ára aldri eru hvattir til að mæta og hafa gaman á meðan við spilum félagsvist. Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur, þær verða rifjaðar upp áður en við byrjum. Þeir sem hafa mætt áður vita hversu mikil skemmtun þessi kvöld eru og þeir sem hafa aldrei mætt ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara enda þrusu góður félagsskapur, veglegir vinningar og snarl í boði. Spilarar sjá sjálfir um að koma með drykki með sér.

Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 3. nóvember á neistinn@neistinn.is. ATH mikilvægt að tilkynna þátttöku.

hjarta

Sorgarhópur fyrir foreldra sem misst hafa barn eftir veikindi

By Fréttir, Uncategorized

Nú stendur yfir skráning í lokaðan sorgarhóp fyrir foreldra sem misst hafa barn eftir veikindi þar sem boðið verður upp á faglega leiðsögn og vandaða dagskrá.

Hvenær:

Sorgarmiðstöðin mun halda utan um hópinn sem mun hittast klukkan 20:00 alla mánudaga frá 11. október til 15. nóvember (6 skipti).

Þátttakendur hittast í viðtalsherbergi Einstakra barna, Háaleitisbraut 13, 2. hæð til hægri, 108 Reykjavík.

Skráning:

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið  neistinn@neistinn.is eða með því að hringja í síma 899-1823.

Standa saman

Systkinasmiðjan

By Fréttir, Uncategorized

Í vetur býðst systkinum hjartabarna að sækja námskeið sem Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna stendur fyrir. Samstarfið hefst á kynningarfundi fyrir foreldra sem haldinn verður á Zoom þann 13. október klukkan 20:00.

Kynningarfundur

Fyrir hverja?

Systkinasmiðjan er með námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga langveik systkini. 

Markmið:

Námskeið Systkinasmiðjunnar eiga að hjálpa börnum við að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir. 

Markmið námskeiðsins er að veita systkinunum:

  • Tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.
  • Tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir. 
  • Innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir. 
  • Tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna. 

 Hvenær:

Fyrsta námskeiðið verður haldið 5.- 7. nóvember á Háaleitisbraut 13

Hjardagshlaup og ganga

By Uncategorized

Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert og við höldum upp á daginn með hjartadagshlaupi og hjartadagsgöngu.

Laugardaginn 2. október klukkan 10:00 verður hjartadagshlaupið ræst. Boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir og er þátttaka ókeypis. Hlaupið verður ræst frá Kópavogsvelli og liggur hlaupaleiðin um Kársnesið.

Hjartadagshlaup

Þann sama dag klukkan 9:30 hefst hjartadagsgangan fyrir þá sem ætla ekki að hlaupa. Gengið verður inn Kópavogsdalinn ca. 2-3 km. Labbað verður af stað fyrir framan stúkuna á Kópavogsvelli.