Nú stendur yfir skráning á KVAN námskeið fyrir systkini langveikra barna þar sem þátttakendur ættu að geta fundið aukinn kraft, meira jafnvægi og aukið trú sína á eigin getu.
Hvenær:
Námskeiðið hefst 17. september fyrir börn á aldrinum 10-12 ára og mun fara fram á föstudögum frá klukkan 16:00 til 18:30 (8 skipti). Fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára hefst námskeiðið 21. september og mun fara fram á þriðjudögum frá klukkan 18:30-21:30.
Þátttakendur hittast í húsakynnum KVAN, Háabraut 1a, 200 Kópavogi (Safnaðarheimili Kópavogskirkju, gengið er inn að neðanverðu).
Fyrir hverja:
Námskeiðin eru ætluð börnum fjölskyldna sem eru í aðildarfélögum Umhyggju. Við skráningu er mikilvægt að félagsmenn taki fram að þeir séu í Neistanum (sett í reitinn upplýsingar).
Skráningargjaldið er aðeins 7.000 krónur þar sem það er niðurgreitt (hefðbundið verð er 88.000 krónur).
Skráning fyrir 10-12 ára börn Skráning fyrir 13-15 ára ungmenni