Skip to main content

Lísuvist

By nóvember 11, 2021Fréttir

Okkar geysivinsæla spilakvöld var haldið þann föstudaginn 5. nóvember síðastliðinn.

Eftir heimahraðpróf mættu spilararnir galvaskir og spiluðu í minningu hjartamömmunnar og hjartaömmunnar Elísabetar Bjarnason eða Lísu eins og við þekktum hana mörg. Lísa var virkur meðlimur Neistans og lét spilakvöldið sko alls ekki framhjá sér fara.

Við áttum notalega stund þar sem við minntumst Lísu, og hennar glæsilegu sigra í félagsvistinni, fengum frábæra vinninga og nutum kvöldsins.

Takk fyrir kvöldið!