Í stað þess að hafa pakkaleik fyrir jólin ákvað 8.HF í Lækjarskóla Hafnarfirði að styrkja góð málefni í staðinn. Fyrir valinu urðu Neistinn og Barnaheill og þökkum við þessum flotta unga fólki fyrir hlýhuginn og stuðninginn.
Takk fyrir okkur 8.HF!
Í stað þess að hafa pakkaleik fyrir jólin ákvað 8.HF í Lækjarskóla Hafnarfirði að styrkja góð málefni í staðinn. Fyrir valinu urðu Neistinn og Barnaheill og þökkum við þessum flotta unga fólki fyrir hlýhuginn og stuðninginn.
Takk fyrir okkur 8.HF!
Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með hjartagalla. Í dag eru um 500 fjölskyldur í félaginu.
Neistinn miðlar fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra á heimasíðu félagsins og á samfélagsmiðlum. Félagið heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.