Skip to main content

Starfsemi Neistans kynnt

By desember 17, 2021Fréttir

Í aðdraganda jóla mun starfsfólk á okkar vegum vera sýnilegt víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Þau ætla að kynna starfsemi Neistans ásamt því að bjóða fólki að leggja samtökunum lið með mánaðarlegu framlagi.
Mánaðarleg framlög frá einstaklingum eru dýrmæt fjáröflunarleið og skipta sköpum til þess að hægt sé að halda úti mikilvægu starfi samtakanna í þágu barna með hjartagalla.
Við vonum innilega að þau sem verða á vegi okkar dásamlega fólks taki vel á móti þeim.