Í vetur býðst systkinum hjartabarna að sækja námskeið sem Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna stendur fyrir. Samstarfið hefst á kynningarfundi fyrir foreldra sem haldinn verður á Zoom þann 13. október klukkan 20:00.
Fyrir hverja?
Systkinasmiðjan er með námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga langveik systkini.
Markmið:
Námskeið Systkinasmiðjunnar eiga að hjálpa börnum við að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.
Markmið námskeiðsins er að veita systkinunum:
- Tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.
- Tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.
- Innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir.
- Tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.
Hvenær:
Fyrsta námskeiðið verður haldið 5.- 7. nóvember á Háaleitisbraut 13