Skip to main content

Systkinasmiðja fyrir 8-12 ára

By apríl 13, 2022Fréttir
Saman

Helgina 30. apríl til 1. maí býðst systkinum hjartabarna að sækja grunnnámskeið sem Umhyggja í samstarfi við Systkinasmiðjuna stendur fyrir. Hópurinn hittist laugardaginn 30. apríl og sunnudaginn 1. apríl.

Námskeiðið er niðurgreitt að stórum hluta og þátttakendur greiða aðeins 3500 krónur. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka forráðamanns eftir að skráning á sér stað.

Skráning á námskeið

Fyrir hverja?
Systkinasmiðjan er með námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir.

Markmið:
Námskeið Systkinasmiðjunnar eiga að hjálpa börnum við að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.

Markmið námskeiðsins er að veita systkinunum:

  • Tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi.
  • Tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir.
  • Innsýn í það hvernig megi takast á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir.
  • Tækifæri til að læra meira um fötlun eða veikindi systkina sinna.

Hvenær:

Fyrsta námskeiðið verður haldið 30. apríl – 1. maí á Háaleitisbraut 13.

Framhald:

Framhaldsnámskeið fyrir þá sem komu grunnnámskeið seinasta haust er fyrirhugað í júní og verður auglýst bráðlega. Einnig er fyrirhugað að búa til unglingahóp fyrir 13-15 ára. Áhugasamir um slíkt eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu umhyggju með því að senda tölvupóst á netfangið info@umhyggja.is eða hringja í síma 552-4242.