Skip to main content

Vitundarvika um meðfædda hjartagalla 7.-14. febrúar

By febrúar 8, 2022febrúar 9th, 2022Fréttir

Vitundarvikan okkar er hafin!

Nú stendur yfir alþjóðleg vika meðfæddra hjartagalla þar sem sérstök áhersla er lögð á að veita fræðslu um hjartagalla og kynnast hetjunum sem þurfa að lifa með þeim alla sína ævi.

Við hjá Neistanum kynnum stolt til leiks nokkur frábær hjartabörn og segjum sögu þeirra á samfélagsmiðlunum okkar til að veita innsýn í lífið þeirra.

 

Litlar húfur, stór hjörtu

Fjölmargir góðhjartaðir prjónarar lögðust á eitt og afhentu okkur fallegar nýburahúfur fyrir börn sem fæðast nú í vitundarvikunni, 7.-14. febrúar. Rauða Neistahúfan er gjöf frá félaginu til að vekja athygli á þeim 70 börnum sem árlega fæðast með hjartagalla og starfi Neistans.

Í ár efndum við til prjónakeppni þar sem atorkusamir prjónarar landsins gátu skráð sínar húfur til leiks og unnið til verðlauna fyrir flestar prjónaðar húfur. Þátttakan fór fram úr okkar björtustu vonum og þegar upp var staðið höfðu á fjórða hundrað húfur verið prjónaðar.

Hjartans þakkir fyrir okkur!

 

 

Omnom súkkulaði Neistans

Súkkulaðigjafasett Neistinn

Við höfum hafið sölu á ljúffengu Omnom súkkulaði merktu Neistanum sem er tilvalin Valentínusargjöf. Hægt er að kaupa súkkulaðið með því að senda póst á neistinn@neistinn.is, á heimasíðunni okkar hér, en einnig verður súkkulaðið til sölu á kynningabás Neistans í Kringlunni dagana 12. og 13. febrúar. Tilvalin gjöf til að gleðja þau sem standa hjarta þínu næst.

Pakkinn inniheldur þrjár tegundir af Omnom súkkulaði í sérmerktum umbúðum; Caramel, Lakkrís + Sea Salt og Sea Salted Almonds. Pakkinn vegur 180 gr.

Verð 2.990 krónur.