Eftir of langa pásu höfum við ákveðið að byrja með hjartamömmuhittinga aftur ❤️
Við byrjuðum á fyrsta hitting 25.maí síðastliðinn og hann gekk vonum framar.
Það var frábær mæting og fullt af nýjum hjartamömmum sem gátu sagt sína sögu og fengið aðrar reynslusögur frá þeim eldri í leiðinni. Notalegt kvöld á Háaleitisbrautinni stútfullt af kærleik og nýjum meðlimum.
Vegna mikillar eftispurnar og ánægju með þann hitting ákváðum við að hittast aftur 15.ágúst og sá hittingur gekk einnig mjög vel. Sérstakar óskir um að halda hittinga oftar bárust og við munum verða að þeim óskum. Markmiðið er að halda hjartamömmuhitting einu sinni í mánuði út vetrartímann.
Við hvetjum allar hjartamömmur ungar sem aldnar að mæta og njóta samverunnar með okkur. Það er einstaklega gott að hitta mömmur í svipaðri stöðu og maður sjálfur sem skilja mann og allt sem fylgir því lífi að eiga hjartveikt barn. Síðan er líka yndislegt að tala um eitthvað allt annað en það sem tengist börnunum okkar en samt sem áður í hópi af mömmum sem skilja þá hlið einnig.
Næsti hittingur verður í september, dagsetning og tímasetning verða auglýstar inná hjartamömmuhópnum á facebook.
Hlökkum til að sjá ykkur í næsta mömmuhitting ❤️