Skip to main content

Vel heppnuð sumarhátíð ☀️

Miðvikudaginn 9.ágúst síðastliðinn var Sumarhátíð Neistans haldin með glæsibrag í Guðmundarlundi í Kópavogi.

 

Veðrið lék við okkur meðan á hátíðinni stóð okkur öllum til mikillar gleði.

Okkar frábæru stjórnarmeðlimir grilluðu pyslur fyrir hátíðargesti sem nutu þess að borða pylsur í frábæra veðrinu, einnig var í boði gos og svalar fyrir þyrsta gesti.

Eftir pylsur var boðið uppá snakk og ísbíllinn átti að koma en því miður kom hann ekki og engin leið að ná sambandi við hann svo við biðjumst innilegrar afsökunar á því. En við bætum það upp með góðum ís á næstu sumarhátíð.

Lalli töframaður kom og var með frábæra sýningu fyrir allan aldurshóp og sló í gegn líkt og önnur ár sem hann hefur komið til okkar bæði á sumarhátíð og árshátíð. Við þökkum honum kærlega fyrir frábæra skemmtun.

Ekki var það eina uppákoman heldur komu þarna allskyns fígúrur frá Prinsessur.is sem ræddu við börn sem og fullorðna, gáfu límmiða og sýndu alskyns listir.Þetta voru þau Elsa, Anna og Kristján úr Frozenfjölskyldunni og góðvinur þeirra hann Spiderman.

Börnin voru hæstánægð og þau sem vildu fengu myndir af sér með þessum glæsilegu fígúrum. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og gleðina sem fylgdi þeim ?

 

Ekki voru eingöngu uppákomur á sumarhátíðinni heldur er einnig glæislegur leikvöllur í Guðmundarlundi með rennibrautum, þrautabrautum og rólum sem allir gestir höfðu aðgang að. Neistinn fékk lánaða frisbígolfdiska svo gestir gætu spreytt sig í frisbí á frábæra vellinum þarna í kring. Minigarðurinn lánaði okkur síðan kylfur fyrir börn sem og fullorðna svo hægt væri að spila minigolf á fína minigolfvellinun sem er staðsettur í miðjum lundinum.

 

Heilt yfir var þetta vel heppnuð og skemmtileg sumarhátíð með frábæru veðri og enn betri mætingu

 

Þökkum öllum sem komu og áttu guðdómlega stund með okkur á sumarhátíðinni þetta árið og hlökkum til að sjá sem flesta á þeirri næstu ❤️

Sérstakar þakkir til samstarfsaðila sem hjálpuðu okkur að gera þessa sumarhátíð að veruleika.

 

Sumarkveðjur ☀️

Guðrún og Elín