Skip to main content

Neistinn hlaut styrk frá Coca-Cola Íslandi

By desember 16, 2024Fréttir

Neistinn, Styrktarfélag hjartveikra barna hlaut í ár styrk upp á 1.250.000 krónur í verkefninu Support My Cause / Mitt Góðgerðarfélag, sem er hluti af sjálfbærnistefnu CCEP. Verkefnið veitir starfsfólki Coca-Cola á Íslandi tækifæri til að styðja málefni sem skiptir þau máli. Jóhann Kröyer Halldórsson, sem tilnefndi Neistann, deilir persónulegri reynslu af því hversu ómetanlegur stuðningur félagsins hefur verið fyrir fjölskyldu hans.

Starfsfólk Coca-Cola á Íslandi fær tækifæri einu sinni á ári til þess að tilnefna góðgerðarfélag eða gott málefni sem skipta þau máli í verkefni sem heitir Support My Cause/ Mitt Góðgerðarfélag. Verkefnið er hluti af sjálfbærnistefnu CCEP og styrkir fyrirtækið það málefni sem fær flest atkvæði hjá starfsfólki. Það félag eða málefni sem hlýtur flest atkvæði fær styrk uppá 1.250.000 ísl. krónur. Neistinn – Styrktarfélag hjartveikra barna hlaut styrkinn í ár. 
 
Jóhann Kröyer Halldórsson tilnefndi Neistann og hefur hann persónulega reynslu af því að leita til félagsins:

“Félagið hefur verið okkur ómetanlegt í þeim áskorunum sem við þurftum að takast á við þegar sonur okkar fór í opna hjartaaðgerð aðeins 3 mánaða gamall.

Við þökkum Coca-Cola á Íslandi innilega fyrir styrkinn og óskum þeim öllum gleðilegrar hátíðar.