Skip to main content

Sumarbúðir hjartveikra unglinga 14-18 ára ❤️

By janúar 18, 2025Fréttir, Unglingastarf

Sumarbúðir hjartaveikra unglinga, 14 – 18 ára ( fædd 2007 -2011), verða í Emäsalo í Finnlandi sumarið 2025. Boðið verður upp á metnaðarfulla dagskrá þar sem áhersla er lögð á að allir fái að njóta sín og blómstra. Undanfarin ár hefur verið dýrmætt að fylgjast með unglingunum mynda traust jafningjasambönd í sumarbúðunum.

Búðirnar standa yfir dagana 15 – 22. júlí 2025.

Sumarbúðirnar voru með örlítið breyttu sniði í fyrra ( 2024 ) þar sem þær breyttust úr Norðurlandabúðum yfir í Evrópubúðir. Löndin sem taka þátt í ár eru Ísland, Finnland, Spánn, Írland og Bretland en það er enn möguleiki á að fleiri lönd bætist við. Þó verða ekki fleiri en 60 unglingar frá þessum löndum samtals.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt þurfa að hafa samband við Neistann í síma  899-1823 eða sendi tölvupóst á neistinn@neistinn.is.

Það eru 10 laus pláss fyrir íslendinga en vert er að athuga að þeir ganga fyrir sem ekki hafa farið áður í sumarbúðirnar.

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2025.