Skip to main content

Frá aðalfundi Neistans

By maí 2, 2016Fréttir

Frá aðalfundi Neistans 2016

Aðalfundur Neistans fór fram þann 26.04.2016 að Síðumúla 6.

Sjá fundarskrá hér

Samþykktar voru breytingar á lögum Neistans

 

 * Lagt er til að d-liður 4. greinar hljóði svo (sjá núverandi lög hér):
Stjórn getur falið framkvæmdastjóra, einstökum félagsmönnum eða nefndum að starfa sjálfstætt að verkefnum en þau standi skil gerða sinna gagnvart stjórninni.


Almenn ánægja ríkti með afkomu styrktarsjóðsins og vinnu félagsins síðast liðið ár, en sjóðurinn hefur eflst mikið og orðið mun sýnilegri í almennri umræðu með fyrrgreindum árangri.


Kosið var í nýja stjórn, en þau Karl Roth, Olga M. Hermannsdóttir og Ellý Ósk Erlingsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu.


Við þökkum þeim kærlega fyrir frábærlega unnin störf síðast liðin ár hjá félaginu.


Ný stjórn hefur nú tekið við og voru fjórir nýir stjórnarmenn kosnir inn, þrír til tveggja ára og einn til eins árs.

Í stjórn félagsins sitja nú:


Elín Eiríksdóttir – Formaður

Sandra Valsdóttir – Varaformaður

Áslaug Kolbeinsdóttir – Gjaldkeri

Sara Jóhanna Jónsdóttir – Ritari

Ellen Steingrímsdóttir

Helga Kristrún Unnarsdóttir

Sólveig Rolfsdóttir

 

Fríða Björk Arnardóttir gegnir starfi framkvæmdarstjóra félagsins.