Alþjóðlegur hjartadagur er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill um að halda daginn hátíðlegan.
Ellefta hjartadagshlaupið fer fram laugardaginn 23. september 2017 kl. 10:00 frá Kópavogsvelli. Hlaupið verður 5 og 10 km að venju. Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.
Þann 29. september 2017 kl. 17:00 verður hjartagangan – lagt verður af stað frá göngubrúnnum við gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal og gengið um Elliðaárdalinn undir forystu Hjartaheilla. Gangan er um 4 km að lengd.