Skip to main content

Lífland styrkir Neistann

By desember 28, 2018Fréttir

Í stað þess að senda jólagjafir eins og Lífland hefur gert um árabil var ákveðið í ár að láta andvirði gjafa og sendingarkostnaðar renna til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og styrkja þannig gott málefni. Fríða Björk Arnardóttir framkvæmdastjóri Neistans, tók á móti framlaginu til félagsins frá Þóri Haraldssyni forstjóra Líflands.

Hjartans þakkir fyrir okkur Lífland !