Ágætu félagsmenn í Neistanum á Norðurlandi
Föstudaginn 1. mars ætlar stjórn Neistans að koma til Akureyrar og halda spilakvöld með foreldrum hjartabarna á svæðinu og fullorðnum með hjartagalla. Stjórnin mætir með sína maka og er markmiðið að kynnast, spjalla, spila og skemmta sér saman. Spiluð verður félagsvist og eru velkomið að taka með sér drykki, bæði veika og sterka.
Kvöldið er fyrir foreldra hjartveikra bara og 18 ára og eldri sem fæddust með hjartagalla. Hægt er að sjá meira um viðburðinn hér.
Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að koma saman og efla tengsl okkar við félagið.