Skip to main content

Urð x Neistinn

By maí 2, 2023Fréttir
URÐ kynnir nýja sápu sem er mótuð eins og hjarta til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna á Hönnunarmars í verslun Epal.
Markmiðið með sölu á sápunni er að fræða og vekja fólk til umhugsunar og um leið styrkja starfsemi Neistans.
Neistinn miðlar hvers kyns fræðslu sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra. Félagið heldur úti öflugri dagskrá, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings, ásamt því að styrkja hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Opnunartímar á Hönnunarmars í Epal eru eftirfarandi,
Þriðjudagur: Opnunarhóf frá 17-19.
Miðvikudagur: 10-18
Fimtudagur: 10-18
Föstudagur: 10-18
Laugardagur: 10-16