Ykkar sögur skipta máli
Vitundarvika um meðfædda hjartagalla er vikuna 7.-14.febrúar. Þessi vika er einstakt tækifæri fyrir okkur að sameinast og vekja athygli á meðfæddum hjartagöllum.
Reynslusögur skipta miklu máli ❤️
Þær skipta ekki aðeins máli fyrir aðra sem eru í svipuðum aðstæðum heldur veita þær líka innblástur og huggun á erfiðum tímum ❤️
Við leitum því til ykkar og óskum eftir sögum frá foreldrum, systkinum, ömmum, öfum, unglingum með hjartagalla, 18 ára og eldri með hjartagalla og öllum sem hafa áhuga á deila sinni sögu með öðrum í vitundarvikunni okkar að senda okkur póst á frida@neistinn.is ❤️