Skip to main content

Kynning á stjórn 2024

By júní 25, 2024Fréttir

Ég kynntist Neistanum fyrir fjórum árum síðan þegar dóttir mín greinist með alvarlegan hjartagalla og fór tveggja daga gömul til Lundar í Svíþjóð.

Við dvöldum þar á vökudeild í tæpa tvo mánuði fram að því að hún fer í opna hjartaaðgerð. Tveggja ára gömul fór hún svo í sína aðra opnu hjartaaðgerð.

Hún hefur verið í reglulegu eftirliti hjá Ingólfi Rögnvaldssyni barnahjartalækni frá fæðingu og mun þurfa eftirlit ævilangt.

Við erum þakklát fyrir ómetanlegan stuðning neistans í gegnum árin ❤

Ég er full tilhlökkunar að leggja mitt af mörkum fyrir okkar góða félag ❤

Helga Clara