Ég heiti Þórhildur Rán Torfadóttir og hef setið í stjórn Neistans síðan maí 2021.
Ég kynntist Neistanum þegar strákurinn minn, Mikael Þór, fæddist og greindist með hjartagallan ,,fernu fallots”. Þegar við fengum fréttirnar leið okkur foreldrunum svolítið eins og beljum á svelli, því enginn í kringum okkur hafði reynslu af álíka veikindum en þá fengum við að kynnast Neistanum og því ómetanlega starfi sem Neistinn stendur fyrir. Þegar Mikael var rúmlega 8 mánaða hélt hann út til Svíþjóðar og gekkst undir opna hjartaðgerð sem gekk svona líka vel og hefur blómstrað síðan, en verður reglulega í eftirliti hjá Sigurði Sverri hjartalækni.
Eftir þessa lífsreynslu Mikaels, og okkkar foreldranna, langaði mig að láta gott af mér leiða og leggja mitt af mörgum fyrir þetta magnaða félag sem Neistinn er og hef haft gaman af og lært mikið. Hlakka óendanlega til komandi tíma í Neistanum og starfinu með hjartabörnunum okkar ❤️