Skip to main content
Category

Fréttir

Samfélagssjóður ISAVIA

By Fréttir

Þann 1. september síðast liðinn veitti ISAVIA styrki úr samfélagssjóði sínum,

en ISAVIA hefur síðustu ár látið til sín taka í samfélagsmálum landsins og styrkt fjöldamörg góð verkefni.

Í ár fékk meðal annars Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, styrk úr sjóðnum vegna Norðurlandasumarbúða unglinga,

en ISAVIA styrkti félagið um 200.000 kr.

Fyrir hönd Neistans tók Sandra Valsdóttir, varaformaður félagsins, við styrknum.


Þakkar Neistinn ISAVIA hjartanlega fyrir

styrkur í KEF2

Spennandi vetur

By Fréttir

Nú er aðeins liðið á september og nóg framundan! Allir félagsmenn ættu að hafa fengið fallegt minnisblað til að skella á ísskápinn fyrr í mánuðinum. 

 

Í liðinni viku hófust mömmuhittingarnir aftur og var mæting góð að venju 🙂 Við hvetjum að sjálfsögðu allar mömmur til að mæta, kynnast og hafa gaman! Hægt er að fylgjast með inni á lokaða hópnum hjartamömmur á fésbókinni. 

 

En hér á eftir kemur vetrardagskráin: 

21. september – kl 20:00 –   Fræðslukvöld – SÍBS húsinu, Síðumúla 6. Hilma Hólm hjartalæknir fjallar um rannsókn á erfðum hjartagalla

25. september – kl 10:00 –   Hjartahlaupið – Kópavogsvöllur

29. september   kl. 17:30 –  Alþjóðlegi hjartadagurinn – Hjartaganga í Elliðarárdalnum

14. október       kl. 18:00 –   Unglingahittingur – Pizza og pílukast

4. nóvember      kl. 20:00  –  Spilakvöld foreldra – SÍBS húsið, Síðumúla 6

11. desember    kl. 14:00  – JÓLABALLIÐ – Safnaðarheimilinu Grensáskirkju. jóla jóla jóla!! 

 

Endilega fylgist vel með á heimasíðunni okkar og hér

 

 

Norðurlandasumarbúðirnar 2016

By Fréttir

grouppicisl16

Hjartans þakkir!

By Fréttir

Núna er liðin rétt rúm vika frá Reykjavíkurmaraþoninu, og búið að loka fyrir áheitasöfnun. 

Í ár hlupu hátt í 140 manns fyrir félagið, og söfnuðu hvorki meira né minna en 3.390.500 krónum! 

 

Við viljum þakka öllum hlaupurunum okkar, sem og öllum þeim sem hétu á þá, og að sjálfsögðu öllum sem mættu á hvatningarstöðina og hvöttu hlauparana áfram!

 

Hjartans þakkir fyrir okkur, ykkar framlag er okkur ómetanlegt! 

 

                                                           hjartamommur

Nú eru aðeins 4 dagar!

By Fréttir

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 20. ágúst n.k.  

Skráningarhátíðin fer fram þann 18. og 19. ágúst í Laugardalshöllinni, og við hvetjum alla til að koma við hjá okkur þegar þeir sækja númerin sín! 

 

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Til þess að sýna þakklæti okkar ákváðum að gefa öllum hlaupurum Neistans dry-fit bolimerkta félaginu;

endilega hafið samband við Neistann í s: 899-1823

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann! 

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og #Reykjavikurmarathon 

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort hér) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!

 

                                                                  JL husid

Reykjavíkurmaraþon 2016!

By Fréttir

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið sem mun fara fram þann 20. ágúst n.k.  

Reykjavíkurmaraþonið hefur verið ein af okkar stærstu fjáröflunarleiðum undanfarin ár, og skiptir félagið mjög miklu máli en um 70 börn á ári greinast á Íslandi  með hjartagalla. Við erum endalaust þakklát öllum hlaupurunum okkar og öllum sem hafa hvatt þá áfram og heitið á, og með  því styrkt við starf félagsins

 

Fjöldinn allur af flottu fólki ætlar að hlaupa fyrir Neistann í ár og bætist sífellt á listann! 

 

Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin” #Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann og #Reykjavikurmarathon 

 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð  á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort hér) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM NEISTINN!

 

                                                                  JL husid

Sumarhátíðin okkar

By Fréttir

Nú styttist í sumarhátíð Neistans! 

 

Hún verður haldin sunnudaginn 14. ágúst kl 15-17 í Björnslundi – Norðlingaholti (rétt hjá Norðlingaskóla, SJÁ KORT HÉR). 

 

Það verður dúndur grillpartý, candy floss, pinata, hoppukastali, andlistmálning, BMX brós með sýningu og heyrst hefur að Sprengigengið muni láta sjá sig! 

 

Endilega fylgist vel með hér ! 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

sumarhátíð  alt

 

Nú styttist í hlaup!

By Fréttir

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþonið sem er ein af okkar stærstu fjáröflunum! 

 

Fjöldinn allur mun hlaupa fyrir Neistann þann 20. ágúst næst komandi, en þetta er félaginu ómetanlegur stuðningur. 

Til þess að sýna þakklæti okkar ákváðum að gefa öllum hlaupurum Neistans dry-fit boli merkta félaginu;

endilega hafið samband við Neistann í s: 899-1823


Við viljum hvetja alla hlaupara til að minna á sig, og nota “hashtöggin”#Neistinn #ÉghleypfyrirNeistann, #skiptirekkimáliámeðanþúklárar og   #Reykjavikurmarathon 

Og eins og áður verður Neistinn með skemmtilega hvatningarstöð á hlaupaleiðinni við JL húsið (kort síðar) sem við að sjálfsögðu hvetjum alla til að mæta á og hvetja hlauparana okkar! 

 

Endilega fylgist vel með á Ég hleyp fyrir Neistann en það munu koma fram upplýsingar bæði fyrir hlaupara, sem og þá sem hvetja þá áfram! 

Hér er hægt að skoða hlaupara Neistans og heita á þá – ÁFRAM ÞIÐ!


Landsmót hestamanna 2016

By Fréttir

Þann 2. júlí s.l. voru Neistanum og Kraft, boðið á Landsmót hestamanna í blíðskaparveðri á Hólum í Hjaltadal. 

Tilefnið var afhending styrks sem Aurora velgerðarsjóður og Hrossarækt stóðu fyrir í minningu Einars Öders, hestamanns. 

Styrkurinn hljóðar upp á rúmlega 7 milljónir króna, og skiptist jafnt á milli Neistans og Krafts. 

Hægt er að lesa nánar um aðdraganda viðburðarins hér

Við hjá Neistanum þökkum hjartanlega fyrir okkur

 

Landsmót hestamanna

 

Á myndinni eru frá vinstri, Snorri Kristjánsson og Magnús Benediktsson frá Hrossarækt ehf., þá mæðgurnar Svanhvít Kristjánsdóttir og Dagmar Öder, Sandra Valsdóttir frá Neistanum, Berglind Jónsdóttir og Ragnheiður Davíðsdóttir frá Krafti og Hulda G. Geirsdóttir frá Hrossarækt ehf. Kraftur þakkar Hrossarækt og Aurora foundation innilega fyrir styrkinn.