Skip to main content

Fimm karlar á palli – tónleikar 7. maí

By maí 6, 2015Fréttir

Fimm karlar á palli

Í ár fagnar Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, 20 ára afmælisári sínu og af því tilefni blæs félagið til sérstaklega athyglisverðra styrktartónleika á Café Rosenberg, fimmtudaginn 7. maí , kl. 20:30.

Þeir sem fram koma eru listamennirnir

KK,  Skúli mennski,  Bjartmar Guðlaugsson Teitur Magnússon og  Jóhann Helgason

kolla
 Kynnir á tónleikunum er hin geðþekka fjölmiðla- og hjólakona

Kolbrún Björnsdóttir

Öll gefa þau vinnu sína og rennur ágóðinn í Styrktarsjóð Neistans.
Sjóðurinn styrkir fjölskyldur hjartveikra barna og ungmenna.

Aðgangseyrir verður 3.000 kr.