Skip to main content

Sérstaklega athyglisverðir fræðslufundir

By október 11, 2015Fréttir


Sérstaklega áhugaverður fræðslufundur Neistans þriðjudaginn 20. október.

 

Greining alvarlegra hjartagalla á Íslandi 2000-2014

 

hjartarannsóknirHallfríður Kristinsdóttir, læknanemi, hefur rannsakað allt milli himins og jarðar varðandi hjartagalla í íslenskum börnum undir handleiðslu Gylfa Óskarssonar barnahjartalæknis.  


Þau kynna okkur þessar rannsóknir á næsta fræðslufundi Neistans þriðjudaginn 20.10 kl. 20 í Síðumúla 6.  


HallfríðurHallfríður mun fjalla um hvenær og hvernig alvarlegir meðfæddir hjartagallar greinast hjá börnum. Einnig hvenær aðgerðir og inngrip eru framkvæmd ásamt hvernig börnum með alvarlega hjartagalla á Íslandi hefur vegnað á sl. 15 árum. Velt verður upp spurningunni hvort gera megi betur í að greina alvarlega meðfædda hjartagalla fyrr, og hvort sein greining slíkra galla sé vandamál á Íslandi.


Í kjölfarið munu þau Gylfi sitja fyrir svörum og spjalla nánar um efnið ef áhugi er fyrir hendi.


Foreldrar, aðstandendur, fjölmennum nú og fræðumst um mál sem snertir okkur öll.


 –   –   –   –   –   –   –   –   –   –


Þá viljum við benda á opinn fræðslufund hjá Íslenskri erfðagreiningu laugardaginn 17. október.

 

Um hjörtu mannanna


Opinn fræðslufundur í samstarfi við Hjartaheill, um hjartasjúkdóma og erfðir verður haldinn laugardaginn 17. október kl. 14:00 til 15:30 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Sturlugötu 8.

 

Erindi flytja:

 

Davíð O. Arnar, hjartalæknir, Landspítalagoogle-banner-02

Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir, Landspítala

Hilma Hólm, hjartalæknir, Landspítala og ÍE
Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, ÍE


Nánar hér.