Skip to main content

Núna eru liðnir nokkrir dagar frá Reykjavíkurmaraþoninu, og búið að loka fyrir áheitasöfnun.

Í ár hlupu hátt í 120 manns fyrir félagið, og söfnuðu hvorki meira né minna en 3.332.385 krónum!

Við viljum þakka öllum hlaupurunum okkar, sem og öllum þeim sem hétu á þá, og að sjálfsögðu öllum sem mættu á hvatningarstöðina og hvöttu hlauparana áfram!

Viljum færa Farva hjartans þakkir fyrir að gefa öllum þeim sem hlupu 10 km, 21 km og 42 km hlaupaveggspjald til minningar um hlaupið. Takk fyrir okkur !

 

Hjartans þakkir fyrir okkur, ykkar framlag er okkur ómetanlegt!