Skip to main content

Á dögunum kom golfarinn Bjarni Sigurðsson færandi hendi í höfuðstöðvar Neistans og afhenti Fríðu framkvæmdastjóra veglegan styrk. Um er að ræða fé sem safnaðist í leiknum „Látum gott af okkur leiða” í CostaBlanca Open 2017 golfmótinu á Spáni í vor. Við hjá Neistanum færum  öllum golfurum sem tóku þátt hjartans þakkir , auk þeirra fyrirtækja og vildarvina Costablanca sem létu gott af sér leiða í tengslum við mótið!