Skip to main content

Félag austfirskra kvenna bauð stjórnarmeðlimum Neistans á jólafund þeirra þann 4.desember þar sem formaður félagsins, hún Sigurbjörg Bjarnadóttir, færði fulltrúum stjórnarinnar þeim Ellen og Ingibjörgu, 300 þúsund króna styrk úr minningarsjóði þeirra.

Félagið lætur árlega gott af sér leiða fyrir jólin með peningagjöfum og í ár varð Neistinn fyrir valinu. Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast fjölskyldum hjartveikra barna vel