![](https://neistinn.is/wp-content/uploads/2017/06/Kökubasar.jpg)
Vinkonurnar Móey María og Margrét Júlía í 10.bekk í Salaskóla voru með fjáröflun á dögunum fyrir Neistann. Þær voru með kökubasar þar sem þær tóku niður pantanir, bökuðu og seldu kökur fyrir 81.668 krónur en þetta var liður í þemaverkefni í skólanum þeirra. Kornax og Katla styrktu þær í bakstrinum sem nýttist þeim vel í þessu verkefni.
Við færum þessum metnaðarfullu og flottu stelpum hjartans þakkir fyrir styrkinn.