Skip to main content
Yearly Archives

2017

Styrkur

By Fréttir

 

Lionsklúbbur Reykjavíkur færði á dögunum Neistanum veglegan styrk að gjöf.

Þessi stóra gjöf er ómetanleg fyrir starfið okkar og sömuleiðis hvatning og mikilvæg viðurkenning.

Við færum Lionsklúbb Reykjavíkur hjartans þakkir fyrir !

Unglingahópur Neistans

By Fréttir

Pizza spjall

Unglingahópur Neistans hittist í byrjun vikunnar og áttu þau skemmtilega kvöldstund saman.

Gunnlaugur Sigfússon hjartalæknir mætti og snæddi með þeim pizzu og átti með þeim létt spjall.

Gaman að sjá hversu góð mætting er á hittingana hjá unglinga hópnum  og hversu samheldinn þau er.

 

Lionsklúbburinn Fjölnir

By Fréttir
Lionsklúbburinn Fjölnir færði Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, 10 milljóna króna peningagjöf.
Það er hæsti styrkur sem íslenskur Lionsklúbbur hefur veitt einum og sama aðilanum.

Árlega fæðast um 70 börn með hjartagalla hér á landi, eða 1,7% allra barna sem fæðast. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, styrkir árlega fjölda fjölskyldna sem þurfa að fara með börn í hjartaaðgerðir erlendis. Lionsklúbburinn Fjölnir hóf söfnun fyrir Neistann vorið 2016 með sölu á DVD diski um ferðalag keisaramörgæsanna.

Þórir Jensen, formaður Lionsklúbbsins Fjölnis, segist ánægður að geta stutt Neistann. „Já, þetta hefur verið talið mjög gott málefni. Þetta er erfitt hjá öllum sem lenda í þessu að eiga fyrir þeim útlagða kostnaði sem fólk þarf að bera til að fara með börnin sín í svona aðgerðir,“ segir Þórir.

Allur ágóði söfnunarinnar rennur til Neistans, eða um tíu milljónir króna, sem er hæsti styrkur sem íslenskur Lionsklúbbur hefur veitt einum aðila. Elín Eiríksdóttir, formaður Neistans segir styrkinn afar kærkominn. „Já það hjálpar rosalega mikið, að létta undir þegar fólk verður fyrir vinnutapi, að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan í það,“ segir Elín.

Og Elín þekkir af eigin raun hvað Neistinn skiptir miklu máli, en fjölskyldan hefur þrisvar farið með son hennar til Svíþjóðar í opna hjartaaðgerð. „Þannig að það hefur hjálpað okkur fjölskyldunni mjög mikið að hafa styrktarsjóðinn á bak við okkur,“ segir Elín.

Aðalfundur Neistans 2017

By Fréttir

Aðalfundur Neistans verður haldinn miðvikudaginn 17. maí kl. 20:00 í Síðumúla 6. (2. hæð).

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar félagsins lagðir fram
4. Reikningar Styrktarsjóðs hjartveikra barna lagðir fram
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning skoðunarmanns reikninga
7. Kosning stjórnar*
8. Önnur mál

 

* Kosið verður í 3 sæti í stjórn til tveggja ára og eitt sæti til eins árs.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til setu í stjórn Neistans, vinsamlegast láti vita ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund á  neistinn@neistinn.is.

Árshátíð Neistans 2017

By Fréttir

Árshátíð Neistans 2017

Fjölmennasta árshátíð Neistans hingað til var haldin í Galasalnum í Kópavogi laugardaginn 8. apríl.

Gísli Einarsson tók að sér að vera veislustjóri fyrir okkur og gestirnir skemmtu sér hjartanlega yfir gamanmálum hans. Grillvagninn sá til þess að enginn fór svangur heim. Tryggvi Vilmundar, trúbador, mætti og spilaði fyrir okkur nokkur lög.

Í ár var innanhússskemmtiatriðið spunnið í kringum hlaupahóp Hjartamæðra sem söfnuðu pening til að uppfæra heimasíðu félagsins sem var einnig frumsýnd á árshátíðinni. Í kjölfarið veittum við Kolbrúnu Ýr viðurkenningu en hún safnaði mest í Reykjavíkurmaraþoninu 2016.

Árshátíðinni var svo slúttað með DJ Njalla sem hélt uppi stuði langt fram eftir. Gaman var að sjá unga hjartafólkið okkar fjölmenna á árshátíðina. Við vonum að það hafi skemmt sér vel og komi aftur að ári.

Páskabingó

By Fréttir

Hið árlega páskabingó Neistans verður haldið 25. mars í Vinabæ! 

Bingóið hefst kl 14:00 og stendur til kl 16:00

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að koma og gera sér glaðan dag með okkur, en bingóið er stórskemmtilegur og árlegur fjölskylduviðburður sem hefur verið vel sóttur hjá okkur 🙂 

Spjaldið er á 300 kr 

Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


Bingo

Bíó fyrir félagsmenn á norðurlandi

By Fréttir

Borgarbíó á Akureyri býður hjartabörnum í bíó á sunnudaginn, 19. febrúar kl. 15:30 á Billa Blikk.

Frítt er fyrir hjartabarn og einn fylgdarmann 🙂

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skella sér í bíó, og þökkum Borgarbíói kærlega fyrir 😉

Við minnum líka á mömmuhópinn fyrir norðan, Hjartamömmur á norðurlandi 🙂

Blóðgjöf er lífgjöf!

By Fréttir

Fimmtudaginn 9. febrúar var blóðsöfnunardagur Neistans haldinn í samstarfi við Blóðbankann sem hluti af vitundarviku um meðfædda hjartasjúkdóma.

Þá voru félagsmenn sérstaklega hvattir til að gefa blóð í tilefni dagsins og lögð rík áhersla á að breiða út boðskapinn um blóðgjöf, en mörg hjartabörn hafa þegið blóð frá gjafmildum gæðablóðum.

Stjórnarmeðlimir Neistans voru á staðnum og kynntu félagið gestum og gangandi og buðu börnum upp á andlitsmálun og blöðrur. Blóðbankinn bauð einnig upp á köku í tilefni dagsins og var margt um manninn – bæði af fastagestum sem og nýskráðum.

Neistinn þakkar öllum þeim sem komu og gáfu blóð í tilefni dagsins.

Blóðgjöf er lífgjöf!

Neistabíó!

By Fréttir

Laugarásbíó bauð félagsmönnum Neistans á teiknimyndina Billi Blikk, sunnudaginn 29. janúar síðast liðinn. Við höfum notið velvildar Laugarásbíó síðast liðin ár, og færum þeim hjartans þakkir fyrir.

Frábær mæting var á sýninguna og allir skemmtu sér konunglega.

Borgarbíó á Akureyri bauð jafnframt félagsmönnum fyrir norðan á Billa Blikk þann 19. febrúar síðast liðinn.

Hjartans þakkir fyrir okkur!