Skip to main content

Unglingahópur Neistans

 


Unglingahópurinn byrjaði árið snemma í ár en fyrsti hittingur okkar árið 2017 var 3 janúar s.l en þá fórum við í Keiluhöllina Egilshöll.


Fengum við pizzur og leik í boði þeirra,  hjartans þakkir fyrir okkur Keiluhöllin og Shake & pizza. Við áttum frábærar stundir þar, mikið spjallað og hlegið og auðvitað spilað keilu, næsti hittingur verður vonandi fljótt og verður þá auglýstur á Facebook síðu Neistans sem og Heimasíðunni, fylgist með. Hópurinn heldur áfram að vaxa og dafna og hvetjum við alla hjartaunglinga á aldrinum 13 – 18. ára að koma og vera með okkur. 


Minnum á að umsóknarfrestur í norrænu sumarbúðirnar er núna 30.janúar 2017.


alt