Hið árlega spilakvöld Neistans fyrir foreldra hjartveikra barna og fullorðna með hjartagalla verður haldið á föstudagskvöldið 2. nóvember kl. 19:30 í húsnæði Neistans að Síðumúla 6, 2.hæð .
Hjartaforeldrar og GUCH, mætum öll en aldurstakmark er 18 ára – við höfum gott af því !
Spiluð verður félagsvist (sem sumur kalla framsóknarvist).
Flestir kunna þetta fína spil – en þeir sem muna ekki reglurnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.
En maður þarf náttúrulega ekkert að kunna – aðalatriðið er að vera með.
Þeir sem mættu í fyrra vita að hverju þeir ganga enda var alveg hrikalega skemmtilegt, en í boði verður…
skemmtilegur félagsskapur
veglegir vinningar
snarl
(komum sjálf með dreitil til að væta kverkarnar því nóg verður spjallað – og jafnvel spilað)
Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 31. október á neistinn@neistinn.is. ATH mikilvægt að tilkynna þáttöku.