Skip to main content

Styrkur starfsmanna Norðurbergs

Í desember á hverju ári eru starfsmenn leikskólans Norðurbergs með vinaviku þar sem þau draga út leynivin og gera vel við hann í orði og litlum glaðningum. Í lok vinaviku var hefðin að gefa fallega lokagjöf með ákveðna upphæð í huga. Síðastliðin ár hafa þau gefið félagasamtökum sem hlúa að börnum, andvirði jólagjafarinnar. Í  ár varð Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna fyrir valinu. Leikskólinn bauð framkvæmdarstjóra félagsins Fríðu Björk Arnardóttur og dóttur hennar Maríu Dís Gunnarsdóttir, til þeirra til að taka við 58.000 kr. gjöf fyrir starfsemi þeirra. Á myndinni má sjá Fríðu, Maríu Dís og Björgvin Unnar hjartastrákur, sem er á leikskólanum Norðurbergi.

Hjartans þakkir fyrir okkur og gleðileg jól.