Skip to main content

Sumargleði

Sumarhátíð Neistans var haldinn sunnudaginn 10.júní síðastliðinn í Björnslundi. Hátíðin heppnaðist prýðisvel og fengum við milt og gott veður þennan dag. Hoppukastali var á svæðinu sem er alltaf vinsæll hjá börnunum. Blaðrarinn mætti til að gleðja börnin, tvær snilldar stelpur sáu um andlitsmálingu og allir fengu grillaðar pylsur og drykk.  Að lokum fengu allir ís frá ísbílnum.

Einstaklega velheppnuð sumarhátíð og þökkum við öllum styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn: Iceland,SS, Ísbílnum, Sprell.is, Vífilfell og Blaðraranum.

Takk allir sem komu og áttu góða stund með okkur ♥