Skip to main content

Hjartamömmuhittingur

Jæja núna þegar allt er að smella í rútínu og svona er ekki tilvalið að hnoða í fyrsta hjartamömmuhittingi vetrarins?

Allar hjartamömmur velkomnar í höfuðstöðvar Neistans í húsi SÍBS Síðumúla 6 kl 20:00 þann 4. september 2019.

Hver kemur með eitthvað til að maula á ef hún hefur tök á, ekkert vera að henda í 10 sortir fyrir hittinginn.

Annars ætlum við bara að hafa það notalegt saman, ræða um börnin okkar eða bara allt hitt, líka velkomið að mæta bara og hlusta og sjá okkur hinar 🙂

Hlökkum til að sjá sem flestar ♥