
Spilakvöld Neistans var haldið föstudagskvöldið 8.nóvember síðastliðinn. Þetta er árlegur viðburður sem er búin að festa sig í sessi hjá foreldrum hjartabarna og félagsmönnum úr Takti. Þetta er góður vettvangur til að hittast, kynnast hvort öðru og spila saman félagsvist. Mætingin var góð og erum við strax farin að hlakka til næsta árs.