Skip to main content

Sumarhátíð Neistans 2019

By maí 15, 2019júní 6th, 2019Fréttir

Sumarhátíð Neistans verður haldinn í Björnslundi í Norðlingarholti miðvikudaginn 12.júní frá 17:00-19:00.

Dróttskátar úr skátafélaginu Skjöldungum verða á svæðinu og munu þeir poppa á eldi og vera með snúrubrauð. Hoppukastalinn góði verður á svæðinu og auðvitað kemur ísbílinn og gefur öllum börnum ís ( fullorðnir mega kaupa 🙂 )

Verðum með ratleik þar sem hægt er að vinna flottan vinning, grillum pylsur og skemmtum okkur saman.

 

Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur ♥